
Innkaup
Við kynnum með stolti innsýn í stefnu okkar fyrir væntanleg Snjallkaup fyrir þróunaráætlun upp á um eða yfir 150 milljarða króna fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, þar sem við áætlum að tryggja okkur aðföng fyrr en venjan er í hönnunarferlinu með það að markmiði að flýta verklokum. Í framkvæmdinni felast SLN21, Austurbygging og Norðurbygging, sjá nánar hér að neðan.
- Hlekkur á útboðið: https://utbod.isavia.is
Dagskrá markaðsþátttöku er eftirfarandi
Mars 2023
Markaðsþátttaka (viðtöl) - óformlegar umræður þar sem farið er yfir athugasemdir, þær skýrðar og birtar
Apríl 2023
Innkaupastefna Isavia mótuð
Frá öðrum ársfjórðungi 2023 og áfram
Innkaup hefjast (leiðbeinandi)
Febrúar 2023
Hefja formlega markaðsþátttöku (auglýsta á TED) - Við óskum eftir svörum við spurningunum í skjalinu um markaðsþátttöku svo hægt sé að fullmóta stefnuna

Tækifæri við þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar
Aðferðin sem verið er að kanna fyrir þróunaráætlunina er sú að Isavia muni tryggja sér nokkra lykilaðila í aðfangakeðjunni með langtíma rammasamningum (einn fyrir hvern eftirtalinna þátta) sem saman munu skila þróunaráætluninni með því að vinna í samþættu teymi ásamt Isavia og öllum öðrum hagsmunaaðilum, eins og sýnt er á myndinni hér fyrir neðan.
Skil á þróunaráætluninni hefjast með SLN21 verkinu en eftir því sem verkskil á SLN21 verkefnum halda áfram mun starfsramminn vera notaður til þess að vinna Austurbyggingu og svo Norðurbyggingu flughafnarinnar um leið og þær framkvæmdir hefjast. Það má því leiða líkum að því að rammasamningarnir verði til fjögurra ára með möguleika á framlengingu.
Við þurfum skilaaðila sem geta unnið í samþættu skilateymi sem geta haft áhrif á hönnunarákvarðanir sem varða byggingarmöguleika, kostnað og áætlun. Rammasamningarnir krefjast lykilaðfanga, samstarfs og lausnamiðaðrar hugsunar og mun innihalda ákvæði sem gerir okkur kleift að gera örútboð samkvæmt faglegum þjónustusamningi áður en framkvæmd hefst (e. Pre-Construction Service Agreement).
Þegar kostnaður og áætlun hefur verið samþykkt munu verkefnin leita samþykkis stjórnar fyrir verkbeiðnum fyrir framleiðslu og uppsetningu einstakra verkpakka (hluta og kerfa o.s.frv.) sem búið verður að samþætta öðrum tengdum verkpökkum. Innleiðingaraðilar munu ásamt hönnuðum sjá um samþættingu milli verkpakka. Samningar verða sanngjarnir og arðbærir þar sem aðaláherslan er á samvinnu (sameiginlega nálgun og aðferðir) og hvata til að ná jafnvægi milli áhættu og tækifæra. Þetta verður gert með lykilframmistöðuvísum og áföngum sem stýra árangurstengdum bónusum og því að áskorunum sé komið í hendur þeirra aðila sem best geta stýrt þeim. Hönnunarráðgjafar Isavia munu sjá um að setja fram árangurskröfur og fara fyrir ábyrgð sem umsjónaraðilar. Hver og einn skilaaðili mun bera ábyrgð á hönnun og uppsetningu sinnar vinnu sem skal standast fyrrgreindar kröfur um árangur.
Skilaaðilar munu klára hönnun skv. þjónustusamningi innan rammasamnings og gera svo tilboð í skil verksins í öðru örútboði að því gefnu að Isavia samþykki tilboðið í vinnuna, áætlunina og svo framvegis.
Núverandi hönnunarráðgjafar hafa verið ráðnir nú þegar fyrir byggingarstig 2 (Riba) og hluta af byggingarstigi 3 og munu áfram starfa sem umsjónarmenn hönnunar og stýra samræmingu milli mismunandi skilaaðila.
Fyrir fyrri verkpakka, þ.e. fyrstu verkþætti, pakka sem snúa að aðalverktökum, burðarvirki, klæðningu og gluggum er núverandi hugsun sú að hönnuðir Isavia klári hönnun fram að byggingarstigi 2 og að hluta gegnum byggingarstig 3 en eftir það muni skilaaðili eiga að þróa hönnunina á síðari byggingarstigum og skila verkinu.
Skilaaðili mun taka ábyrgð á hönnun á því sem hann skilar en hönnuður Isavia mun halda áfram sem umsjónaraðili hönnunar og sjá um samræmingu milli skilaaðila verkpakka.
Í seinni verkpökkum, þ.e. vélavinnu, rafmagni og pípulögnum, innréttingum og lokafrágangi er ætlunin að hönnuðir Isavia ljúki hönnun fram að byggingarstigi 3 áður en farið er í útboð. Eftir útboð mun skilaaðili þurfa að hanna fram að lokum byggingarstigs 4 og tvískipta því stigi þar sem það er fullmótað áður en örútboð um vinnuna eru gerð undir rammasamningi.
Áformuð þróunaráætlun er nánar útlistuð á myndum 2 til 4.
Leiðbeinandi tímamörk framkvæmda:
- SLN21 – 2023 til 2028
- East Pier – 2026 to 2032
- North Terminal – 2028 to 2034



