Ábyrg uppbygging á Keflavíkurflugvelli

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð er stór hluti af stefnu Isavia og það sama á við um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdirnar eru BREEAM vottaðar.

Til þess að tryggja að framkvæmdir við Þróun Keflavíkurflugvallar séu í samræmi við stefnu Isavia þegar kemur að sjálfbærni vinnum við eftir skýrum ramma með sjálfbærniviðmiðum fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru Ramminn hjálpar okkur að tryggja skipulagða og heildræna nálgun á það hvernig við náum sjálfbærnimarkmiðum í öllum framkvæmdum.