Fréttir og útgefið efni
Reisugilli í Austurbyggingu
Síðasti hluti burðarvirkis Austurbyggingar flugstöðvar Keflavíkurflugvallar var settur upp á dögunum og af því tilefni var efnt til gleðskapar.Umhverfismatsskýrsla í kynningu
Umhverfismatsskýrsla um stækkun Keflavíkurflugvallar hefur verið birt til umsagnar á vef Skipulagsstofnunar og er frestur til að skila inn umsögnum til 2. maí næstkomandi.Þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll uppfærð
Isavia hefur gefið út uppfærða þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll, en þróunaráætlunin er uppfærð á fimm ára fresti.Ný nálgun í stórframkvæmdum á Íslandi
Isavia er að skoða nýjar leiðir þegar kemur að því að koma öllu því í verk, sem lýst er í Þróunaráætlun fyrir flugvöllinn, og leitar viðbragða frá markaðsaðilum í þeim efnum. Framundan eru umfangsmikil verkefni sem munu gerbreyta flugvellinum því að ekki munu einungis fleiri farþegar geta farið um völlinn heldur er markmiðið að gera alla upplifun farþega betri, allt frá komu til brottfarar.Bílastæðahús og yfirbyggðar gönguleiðir
Bílastæðahús á svæði Keflavíkurflugvallar eru í forhönnun, að sögn Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni á dögunum.Gjörbylting frá því sem við þekkjum
„Þetta verður gjörbylting á því rými sem er fyrir ferðafólk“, segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í viðtali í Dagmálum, frétta- og dægurmálaþætti Morgunblaðsins, um fyrsta áfanga Austurálmu sem tekinn verður í notkun seint á þessu ári.Prófun á nýjum komulandamærum
Þriðjudaginn 17. janúar fór fram prufukeyrsla á nýju komulandamærunum á Stæði 6 og var markmiðið m.a. að ganga úr skugga um að allar merkingar séu nægilega skýrar og skiljanlegar.100 milljarða uppbygging við flugstöðina
Áætlað byggingarmagn við flugstöð Keflavíkurflugvallar á árunum 2021-2028 er á við eina Smáralind, segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í viðtali við Viðskiptablaðið.Samvinna allra skiptir máli
„Hlutafé Isavia var aukið í heimsfaraldrinum til þess að styðja við uppbyggingu og gera Keflavíkurflugvöll betur í stakk búinn til að takast á við endurheimtina sem skilaði sér í sumar á meðan flugvellir víða um heim voru í vandræðum,“ sagði Lilja Dögg Alferðsdóttir, ráðherra ferðamála á morgunfundi Isavia þann 1. des 2022.Austurálma mun taka vel á móti farþegum í lok 2023
Nýr töskumóttökusalur verður tekinn í notkun í lok nærsta árs en hann er hluti af Austurálmunni sem nú er í byggingu á Keflavíkurflugvelli. „Töskumóttöku böndin þrefaldast í stærð og afköstum auk þess sem biðsvæðið tvöfaldast við komuna til landsins þannig að þetta verður algjör bylting fyrir farþega,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia.Spennandi tímar framundan á Keflavíkurflugvelli
„Heimsfaraldurinn breytti ekki þörfinni á frekari uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, á morgunverðarfundi í Hörpu. Hann segir spennandi tíma framundan á Keflavíkurflugvelli sem allt samfélagið muni njóta góðs af.Framkvæmdir við Austurálmuna ganga vel
Það er bjart yfir mannskapnum á Keflavíkurflugvelli þessa dagana. Farþegum fjölgar með hverjum degi og framkvæmdir við nýju austurálmuna ganga mjög vel. Nú er verið að undirbúa að steypa plötu fyrstu hæðar og erum við mjög spennt fyrir framhaldinu.Isavia og Amadeus í samstarf um innritunar- og farangurslausnir fyrir Keflavíkurflugvöll
Isavia og spænska upplýsingatæknifyrirtækið Amadeus hafa ráðist í breytingar á innritunar- og farangurslausnum á Keflavíkurflugvelli sem fela í sér að skýjavæða innritunarferilinn á vellinum.