Framtíðarsýnin
Þróunaráætlunin er framtíðarsýn um hvernig flugvöllurinn getur þróast til framtíðar í takti við farþegafjölda og þarfir samfélagsins.
Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar er framtíðarsýn um hvernig flugvöllurinn getur þróast til framtíðar í takti við farþegafjölda og þarfir samfélagsins.
Í Þróunaráætluninni eru framtíðarþróunarmöguleikar flugvallarins kortlagðir. Hún skapar þannig forsendur fyrir langtímahugsun og tryggir ábyrga nálgun þegar teknar eru ákvarðanir um hvert skref í þróun Keflavíkurflugvallar. Þróun og uppbyggingin á Keflavíkurflugvelli verður framkvæmd í áföngum og ræðst umfang þeirra af því hver þróun farþegafjölda og fleiri þátta verður.
Þróunaráætlunin er gerð til 25 ára í senn á grundvelli langtímaspár um þróun á farþegafjölda. Hún er unnin í víðtæku samráði við nærsamfélagið, flugvallarsamfélagið og aðra hagaðila. Til að tryggja að þróun flugvallarins verði í sem bestum takti við þarfir samfélagsins, fjölda farþega og viðskiptavina er áætlunin tekin til endurskoðunar og uppfærð á fimm ára fresti.
Þróunaráætlun 2020-2045
Hugsað fyrir orkuskiptum
Orkuinnviðir flugvallarins verða þróaðir með orkuskipti í huga og gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir framleiðslu, geymslu og miðlun sjálfbærra orkugjafa fyrir flugvélar.
Skilvirkari vöruflutningar
Nýtt svæði og flughlað fyrir vöruflutninga staðsett nær flugstöð sem skapar ný tækifæri og aukið hagræði í fyrir vöruflutninga til og frá landinu.
Bætt aðkoma
Áhersla er lögð á bætt umhverfi og aðkomu að flugvellinum, t.d. með yfirbyggðum gönguleiðum, bílastæðahúsum og aðstöðu fyrir fjölbreytta samgöngumáta.
Betri landnotkun
Áhersla er lögð á að finna réttan stað fyrir þjónustu við flugrekstur og farþega eftir eðli starfseminnar, með það að markmiði að auka hagkvæmni og minnka landnotkun.
Fyrstu uppfærslu þróunaráætlunar Keflavíkurflugvallar lauk árið 2022 og er núgildandi áætlun fyrir tímabilið 2020-2045.
Fyrstu uppfærslu þróunaráætlunar Keflavíkurflugvallar lauk árið 2022 og er núgildandi áætlun fyrir tímabilið 2020-2045. Við endurskoðun hennar var lögð áhersla á að aðlaga hana betur að mögulegum sveiflum í farþegaþróun með því að fasaskipta henni. Auk þess var horft til þess að undirbúa flugvöllinn fyrir orkuskipti í flugi með því að skipulagi sem gerir ráð fyrir innviðum og svæði til framleiðslu, geymslu og miðlun sjálfbærra orkugjafa fyrir flugvélar. Þá er gert ráð fyrir að byggt verði upp nýtt svæði fyrir vöruflutninga mun nær flugstöðinni sem mun tryggja aukið hagræði í inn- og útflutningi. Í uppfærðri þróunaráætlun er lögð áhersla á að bæta alla aðkomu að flugvellinum, með yfirbyggðum gönguleiðum, bílastæðahúsum og aðstöðu fyrir fjölbreytta samgöngumáta.
Við uppfærslu á þróunaráætluninni átti sér stað gott samráð við Kadeco til að tryggja gott samspil við nýja þróunaráætlun Kadeco fyrir svæðið í nágrenni flugvallarins. Þannig geta Isavia og Kadeco unnið saman með skipulögðum hætti í samstarfi við Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ að því að skapa ný tækifæri í tengslum við starfsemi flugvallarins.
Tveir fasar þróunaráætlunar
Fyrri fasi | 2035
Þróun og uppbygging miðast við núverandi tvær flugbrautir og allt að 12,9 milljónir farþega á ári.
Seinni fasi | 2045
Uppbygging þriðju flugbrautar og innviða fyrir allt að 15,9 milljón farþega.
Uppfærð þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar 2020-2045 sett fram í tveimur fösum, til 2035 og síðan til 2045
Í fyrri fasa átælunarinnar, sem nær til ársins 2035, miðast þróun og uppbygging við núverandi tvær flugbrautir og allt að 12,9 milljónir farþega á ári. Þar er gert ráð fyrir umbótum á brautakerfi til að auka skilvirkni og stytta akstursvegalengdir fyrir flugvélar. Flugstöðin verður stækkuð í áföngum til að gera flugvöllinn betur í stakk búinn til að sinna hlutverki sínu sem tengistöð á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Þá er gert ráð fyrir umbótum á aðstöðu og umhverfi til að bæta þjónustu við farþeg og bæta upplifun þeirra.
Seinni fasi nær til ársins 2045 og er þarf horft til uppbyggingu þriðju flugbrautarinnar og brautakerfis til að þjóna henni. Þá er er ráð fyrir frekari stækkun flugstöðvar og uppfærslu innviða til að tryggja móttökur og þjónustu fyrir allt að 15,1 milljón farþega.
Aðkomusvæði Keflavíkurflugvallar
Góð aðkoma að Keflavíkurflugvelli er mikilvæg öllum sem um flugvöllinn fara og framkvæmdir við hana eru liður af heildar uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.
Sérstök uppbyggingaráætlun um aðkomusvæðið var samþykkt af stjórn Isavia haustið 2022 og tekur mið af þörfum og markmiði um bætta upplifun farþega auk tekjumöguleika félagsins, til að mynda varðandi mögulegt hótel, samgöngur, verslun og þjónustu. Framkvæmdir vegna uppbyggingar á aðkomusvæði Keflavíkurflugvallar eru þegar hafnar. Stóru markmiðin eru að bæta ásýnd og upplifun við aðkomu að flugvellinum, bæta flæði og auka skilvirkni samgöngukerfisins. Fyrirhugaðar framkvæmdir snúa m.a. að því að yfirbyggja helstu gönguleiðir, reisa nýja og bætta hjólaðstöðu og bæta aðkomu bifreiða og rúta við flugvöllinn, m.a. með hringtengingu. Til lengri tíma er svo áformað að reisa bæði bílastæðahús og hótel.
Þrátt fyrir að Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar geti talist framtíðarsýn um það sem getur orðið eru mörg verkefnin þegar langt komin í hönnun og framkvæmd á sumum þeirra hafin.