Ábyrg og sjálfbær uppbygging

Umfangsmiklum framkvæmdum fylgir mikil ábyrgð

Með sjálfbærni að leiðarljósi verður Keflavíkurflugvöllur betur búinn undir framtíðina. Markmið Isavia er að gera flugvöllinn samkeppnishæfari með því lámarka umhverfisáhrif, skapa virði fyrir samfélagið og tryggja aukna hagkvæmni í rekstri.

Þróun og uppbygging Keflavíkurflugvallar er umfangsmikið verkefni sem hefur áhrif umhverfi, samfélag og efnahag og Isavia tekur þá ábyrgð alvarlega. Með sjálfbærni að leiðarljósi vinnur Isavia markvisst að lámörkun umhverfisáhrifa, virðisköpun fyrir og með samfélaginu samhliða því að tryggja aukna hagkvæmni í rekstri. Þannnig verður Keflavíkurflugvöllur betur búinn undir framtíðina.

Til að tryggja að unnið sé að sjálfbærni á öllum stigum við þróun flugvallarins hefur Isavia þróað sérstakan sjálfbærniramma fyrir framkvæmdir á grundvelli sjálfbærnistefnu fyrirtækisins. Með honum eru skilgreind mælanleg markmið, leiðir til að ná þeim og hver beri ábyrgð á hverju markmiði.

Stefnt er að því að minnka kolefnisspor framkvæmda, minnka vatns og rafmagnsnotkun og viðhalda grænum svæðum og líffræðilegum fjölbreytileika í hönnun og framkvæmdum. Að sama skapi verður lögð áhersla á að skapa heilsusamleg rými fyrir starfsfólk og farþega á flugvellinum. Þá verður unnið með nærsamfélaginu og flugvallarsamfélaginu að því að skapa tækifæri fyrir starfsfólk til að þróast í starfi og auka hæfni sína. Áhersla er einnig lögð á að eiga virkt samtal við nærsamfélagið og efla þar einstaklinga til atvinnu, meðal annars með gagnkvæmri miðlun þekkingar og reynslu.

Uppbygging flugvallarins verður vottuð með BREEAM, sem er þekktasta alþjóðlega vottunarkerfið fyrir sjálfbærni framkvæmda. Stefnt er að því að fá einkunnina Excellent, sem er metnaðarfullt fyrir flugvelli. Með BREEAM fæst óháð vottun á framkvæmdir sem tryggir mikilvægt aðhald og tryggir að sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi við framkvæmdir.

Hvernig vinnum við að sjálfbærni?

 • Kolefnishlutlaus framkvæmd

  Með umhverfisvænna byggingarefni, lágmarkaðri orkunotun og nýtingu tæknilausna er markmiðið að minnka kolefnisspor um 150 þúsund tonn, sem er á við 930 þúsund flugferðir á milli Keflavíkurflugvallar og London.

 • Líffræðilegur fjölbreytileiki

  Með náttúrumiðaðri hönnun verða áhrif bygginga á gróður og náttúru í grennd við flugvöllinn lágmörkuð. Kolefnisjöfnun verður einnig nýtt til þess að auka líffræðilegan fjölbreytileika annars staðar.

 • Tækifæri til starfsþróunar

  Unnið með nærsamfélaginu og flugvallarsamfélaginu að því skapa tækifæri fyrir starfsfólk til að auka hæfni sína með því að skapa gott umhverfi fyrir starfstengt nám og starfsþróun. Áhersla er þá einnig lögð að efla einstaklinga úr nærsamfélaginu til atvinnu.

 • Sjálfbærar samgöngur

  Við alla þróun bygginga og annarra innviða flugvallarins verður er markmiðið að styðja við orkuskipti í samgöngum, hvort sem um er að ræða vélar og fartæki sem notuð er á flugvallarsvæðinu eða utan þess.

Sjáflbærnirammi framkvæmda

Það er stefna Isavia að sjálfbærni skuli höfð að leiðarljósi í öllum sem félagið gerir og er það er það útfært nánar í sjálfbærnistefnu Isavia þar sem lögð er áhersla á að fyrirtækið sé fyrirmynd í sínu samfélagi, sé traust fyrirtæki sem skapi hagsæld og ástundi samvinnu í umhverfismálum. Til að ná markmiðum sjálfbærnistefnu í daglegum rekstri er unnið samkvæmt fimm ára aðgerðaáætlun þar sem sett hafa verið skýr markmið, mælikvarðar og ábyrgð. Til að vinna að sjálfbærnistefnu við þróun og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar hefur Isavia þróað sérstakan sjálfbærniramma fyrir framkvæmdir. Þar eru skilgreind mælanleg markmið, leiðir til að ná þeim og hver ber ábyrgð á hverju markmiði.

Sálfbærnirammi þróunar Keflavíkurflugvallar hefur átta yfirmarkmið sem snúa að sjálfbærni, fimm sem snúa að umhverfinu og þrjú sem snúa að samfélaginu. Undir hverju markmiði eru skilgreint hvernig unnið verði að þeim á öllum stigum með markvissum og gagnsæjum hætti, allt frá hönnun, við framkvæmdir og þar til kemur að rekstri.

Markmið sjálfbærniramma þróunar Keflavíkurflugvallar

Lágmarka kolefnisspor framkvæmda

 • Með því að draga úr bundnu kolefni byggingarefna, draga úr orkunotkun og með því að nýta tækni sem dregur úr kolefnisspori.

Ábyrg auðlindanýting

 • Úrgangur og vatnsnotkun verða minnkuð, ábyrgu efnisvali og byggingar hannaðar fyrir framtíðina þar sem horft verður til líftíma þeirra með hringrásarhagkerfið í hugal.

Líffræðilegur fjölbreytileiki

 • Með náttúrumiðaðri hönnun verða áhrif bygginga á gróður og náttúru í grennd við flugvöllinn lágmörkuð. Kolefnisjöfnun verður einnig nýtt til þess að auka líffræðilegan fjölbreytileika annars staðar.

Vellíðan

 • Við hönnun, skipulag og efnisval verður horft til þess að skapa heilsusamleg rými til að ýta undir góðri upplifun og vellíðan farþega jafnt sem starfsfólks flugvallarins.

Sjálfbærar samgöngur

 • Við alla þróun bygginga og annarra innviða flugvallarins verður er markmiðið að styðja við orkuskipti í samgöngum, hvort sem um er að ræða vélar og fartæki sem notuð er á flugvallarsvæðinu eða utan þess.

Góður nágranni

 • Isavia sýnir frumkvæði að því að auka sjálfbærni, ekki bara í eigin starfsemi, heldur í öllu flugvallar- og nærsamfélaginu þar sem áhersla verður á gagnkvæma miðlun upplýsinga, þekkingar og reynslu. Með samvinnu nær samfélagið allt árangri.

Tækifæri til starfsþróunar

 • Unnið að því að skapa traust störf í nærsamfélaginu og styðja við starfsþróun með því tryggja aðgang að vinnustaðartengdu námi og þjálfun.

Gott viðskiptaumhverfi

 • Til að stuðla að framsækni og viðnámsþol í atvinnulífinu vinnur Isavia að því með viðskiptafélögum sínum að því að stuðla að þekkingarleit og styðja starfsfólk við að auka hæfni sína.