Af hverju borgar sjálfbærni sig?

Umfangsmiklum framkvæmdum fylgir mikil ábyrgð

Með sjálfbærni að leiðarljósi verður Keflavíkurflugvöllur ekki einungis betur búinn undir framtíðina og samkeppnishæfari heldur stuðlar það að aukinni hagkvæmni til framtíðar, dregur úr umhverfisáhrifum og skapar aukið virði fyrir samfélagið.

Sjálfbærni og ábyrg uppbygging eru höfð að leiðarljósi við þróun Keflavíkurflugvallar. Með slíkum áherslum verður flugvöllurinn ekki einungis betur búinn undir framtíðina og samkeppnishæfari heldur stuðlar þessi nálgun að aukinni hagkvæmni til framtíðar, dregur úr umhverfisáhrifum og skapar aukið virði fyrir samfélagið.

Til að tryggja sjálfbærni á öllum stigum þróunar flugvallarins er unnið samkvæmt sérstökum sjálfbærniramma. Með honum eru skilgreind mælanleg markmið, leiðir til að ná þeim og hver ber ábyrgð á hverju markmiði.

Uppbygging flugvallarins verður vottuð með BREEAM, sem er þekktasta alþjóðlega vottunarkerfið fyrir sjálfbærni framkvæmda. Stefnt er að því að fá einkunnina Excellent, sem er metnaðarfullt fyrir flugvelli. Með BREEAM fæst óháð vottun á framkvæmdir sem tryggir mikilvægt aðhald og tryggir að sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi við framkvæmdir.

Stefnt er að því að minnka kolefnisspor framkvæmda, minnka vatns og rafmagnsnotkun og viðhalda grænum svæðum og líffræðilegum fjölbreytileika í hönnun og framkvæmdum. Að sama skapi verður lögð áhersla á að skapa heilsusamleg rými fyrir starfsfólk og farþega á flugvellinum.

Sjálfbærniramminn byggir á stefnu Isavia, þar sem ein af lykiláherslunum er að sjálfbærni skuli höfð að leiðarljósi í öllum sem félagið gerir. Í sjálfbærnistefnu Isavia eru þessar áherslur útfærðar nánar með markmiðum, mælikvörðum og aðgerðaáætlun.

Hvað ætlum við að gera?

  • Kolefnishlutlaus framkvæmd

    Með umhverfisvænna byggingarefni, lágmarkaðri orkunotun og nýtingu tæknilausna er markmiðið að minnka kolefnisspor um 150 þúsund tonn, sem er á við 930 þúsund flugferðir á milli Keflavíkurflugvallar og London.

  • Líffræðilegur fjölbreytileiki

    Með náttúrumiðaðri hönnun verða áhrif bygginga á gróður og náttúru í grennd við flugvöllinn lágmörkuð. Kolefnisjöfnun verður einnig nýtt til þess að auka líffræðilegan fjölbreytileika annars staðar.

  • Ábyrg auðlindanýting

    Nýjar byggingar verði með BREEAM umhverfisvottun, sem veitir Isavia aðhald með kröfum um minni sóun, ábyrgt efnisval og umhverfisvænni hönnun.

  • Sjálfbærar samgöngur

    Við alla þróun bygginga og annarra innviða flugvallarins verður er markmiðið að styðja við orkuskipti í samgöngum, hvort sem um er að ræða vélar og fartæki sem notuð er á flugvallarsvæðinu eða utan þess.