Verkefnin
Austurálma
Bygging Austurálmu er nú í fullum gangi. Henni fylgir meðal annars stórbætt aðstaða með nýjum töskusal sem tekinn var í notkun um mitt ár 2023.Hjarta Keflavíkurflugvallar
Ný tengibygging á milli Norðurbyggingar og Suðurbyggingar verður hjarta Keflavíkurflugvallar. Þar fara allir farþegar í gegn á leið sinni áfram – á vit ævintýranna á Íslandi, út í hinn stóra heim með tengiflugi eða aftur heim.Hjólreiðaaðstaða
Til stendur að bæta verulega aðstöðu fyrir vistvænan samgöngumáta til og frá Keflavíkurflugvelli og er bætt aðstaða fyrir hjólareiðafólk liður í þeim áformum.Hringtenging
Hringtenging á aðkomusvæði við Keflavíkurflugvöll er í þróun með það að markmiði að bæta flæði og auka afköst á svæðinu.Mike akbraut
Ný akbraut við Keflavíkurflugvöll hefur fengið nafnið Mike og var hún tekin í gagnið í sumar. Akbrautin er 1200 metra löng og 35 metrar á breidd.Rútu- og leigubílaaðstaða
Stærra og aðgengilegra svæði fyrir rútur sem og leigubílastæði eru því hluti af uppbyggingu aðkomusvæðis Keflavíkurflugvallar.Stækkun Suðurbyggingar
Með stækkun Suðurbyggingar skapast aukið rými fyrir farþega sem gerir biðina eftir ferðlaginu ánægjulegri.Tímabundin landamærabygging
Með tímabundinni og endurnýtanlegri byggingu verður afgreiðsla farþega sem koma inn á Schengen-svæðið greiðari og í samræmi við nýjar Evrópureglur.Yfirbyggðar gönguleiðir
Á Íslandi er sífellt allra veðra von. Margar gönguleiðir er að finna á aðkomusvæðinu, til og frá flugstöðvarbyggingunni, og er áformað að byggja yfir þær helstu með þægindi og öryggi farþega, og annarra sem um flugvöllinn fara, í huga.