Hringtenging
Vaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli fylgir aukin umferð. Til að mæta slíku og ekki síður til að bæta öryggi vegfarenda er í þróun breyting á aðkomu akandi vegfarenda við flugvöllinn. Verður það gert með því að útbúa hringtengingu fyrir framan flugstöðina. Hringtorg verður sett á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarvalla og eftir að komið verður út úr því verður ein akstursátt fyrir framan flugstöðina.
Í framhaldi af þeim vegi sem þegar er til staðar fyrir framan flugstöðina bætist við vegspotti þaðan sem vegurinn endar í dag og alla leið að Reykjanesbrautinni sem skapar hringtengingu. Með þessari breytingu má draga úr umferð næst flugstöðinni og koma í veg fyrir þveranir ökutækja yfir akreinar. Þá mun öll þjónustuumferð, svo sem umferð vegna framkvæmda og flutninga með aðföng, fara fram um aðra aðkomu að flugstöðinni. Þetta stór bætir öryggi og aðkomu við flugvöllinn.