Í vinnslu

Hringtenging

Vaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli fylgir aukin umferð. Til að mæta slíku og ekki síður til að bæta öryggi vegfarenda er í þróun breyting á aðkomu akandi vegfarenda við flugvöllinn með svokallaðri hringtengingu.

Í henni felast þær breytingar að hringtorg verður sett á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarvalla og eftir að komið verður út úr því verður ein akstursátt fyrir framan flugstöðina. Í framhaldi af þeim vegi sem þegar er til staðar fyrir framan flugstöðina bætist við vegspotti þaðan sem vegurinn endar í dag og alla leið að Reykjanesbrautinni sem skapar hringtenginguna. Með þessari breytingu má draga úr umferð næst flugstöðinni og koma í veg fyrir þveranir ökutækja yfir akreinar. Slíkt stór bætir öryggi og aðkomu við flugvöllinn.

Framkvæmdir við hringtenginguna hefjast sumarið 2024 en stefnt er að því að skipta framkvæmdunum í tvo fasa til að einfalda umferðarflæði við flugstöðina, bæta umferðaröryggi og minnka umferð norðan og framan við flugstöðina. Í fyrri fasa verður lagður vegur til að útbúa hringtenginguna og þar með getur einstefnan verið tekin í notkun en í síðari fasa verður hringtorgið lagt.

Áætluð verklok eru 2025.

Uppbygging á aðkomusvæði