Lokið

Mike akbraut

Ný akbraut við Keflavíkurflugvöll hefur litið dagsins ljós.

Mike er akbraut sem tengir saman flughlað flugstöðvarinnar og flugbraut. Markmið akbrautarinnar er að auka öryggi flugbrautakerfisins með bættu flæði í komum og brottförum. Flugvélar komast nú fyrr af flugbrautum og fyrr inn á þær, sem eykur afkastagetu flugbrautakerfisins og hraðar afgreiðslu flugvéla.

Þetta minnkar þörf fyrir nýja flugbraut en mun líka bæta upplifun farþega sem munu komast fyrr frá borði en ella.

Meira um Mike

  • Styttri vegalengdir

    Með akbrautinni styttist tími á milli lendinga, sem og aksturvegalengd flugvéla.

  • Hvað verður Mike stór?

    Akbrautin er 1200 metra löng og 35 metrar á breidd.

  • Aukið öryggi

    Mike stuðlar að auknu öryggi flugbrautarkerfisins með bættu flæði á flugvellinum.

  • Verklok sumarið 2023

    Framkvæmdum var að miklu leyti lokið árið 2022 en hluti þeirra beið fram á sumar 2023.

Myndir af framkvæmdum við Mike

Mike í tölum

  • Lengd 1.200 m

    Mike er 1.200 metrar á lengd, en til samanburðar er brúin yfir Skeiðará, sú lengsta á Íslandi, 880 metra löng.

  • Breidd 35 m

    Mike er 35 metrar á breidd sem er álíka og heildarbreidd vegstæðis Reykjanesbrautar þar sem hún er breiðust.

  • Malbik

    Magn malbiks sem notað er í Mike myndi duga til að malbika 35 fótboltavelli.

  • 2023

    Mike var tekin í notkun sumarið 2023, en 85% framkvæmdanna fóru fram sumarið 2022.