Í vinnslu

Betra komusvæði

Umtalsverðar framkvæmdir eru framundan á komusvæði flugvallarins, sem munu standa fram á vormánuði 2026. Um er að ræða eitt elsta svæði flugvallarins sem hefur að mestu staðið óbreytt síðustu áratugi.

Breytingarnar hafa í för með sér tímabundið rask fyrir gesti flugvallarins og starfsfólk en þær snúa að svokölluðum tollagangi, sem er gangurinn sem flugvallargestir ganga eftir við komu til landsins á leið sinni úr töskusal, og svæðinu þar fyrir framan.

Stærra anddyri og sérstakt þjónustusvæði

Breytingarnar eru gerðar með upplifun farþega í huga og munu hafa í för með sér bætt flæði og aukin þægindi fyrir farþega en svara einnig þörfum vaxandi flugvallarstarfsemi.

Anddyrið komumegin verður stækkað og um leið færist aðstaða fyrir bílaleigur og rútufyrirtæki sem eftir breytingarnar verða saman á endurhönnuðu svæði.

Við breytingarnar stækkar jafnframt þægindavöruverslun á komusvæðis verulega og munu nýir rekstraraðilar hefja rekstur seint á haustmánuðum 2025. Á meðan á enduruppbyggingu verslunarinnar stendur mun svokallaður „pop-up” bás selja veitingar.