Í vinnslu

Hjólreiðaaðstaða

Áhugi og notkun á vistvænum samgöngumáta hefur aukist gríðarlega auk þess sem fjöldi hjólreiðarfólks sækir Ísland heim árlega. Við uppbyggingu á aðkomusvæðinu við Keflavíkurflugvöll er horft til þessa og stendur til að bæta verulega aðstöðu fyrir vistvænan samgöngumáta, þ.m.t. hjólreiðar.

Nú þegar er til staðar göngu- og hjólastígur sem tengir flugvöllinn við Reykjanesbæ en nokkur fjöldi starfsfólks mætir daglega til vinnu á hjóli. En eftir framkvæmdir verður einnig bætt aðstaða fyrir ferðafólk til að taka í sundur og setja saman hjól, geymsluskápar fyrir hjólatöskur og hjólastæði fyrir starfsfólk. Eins verður boðið upp á hleðslustöðvar fyrir rafmagnshjól starfsfólks.

Þessi aðstaða verður staðsett við komusvæði á skammtímastæðum á P2. Aðstaðan verður vel tengd við núverandi göngu- og hjólastíg og á að gagnast bæði starfsfólki og ferðafólki.

  • Betra rými til að taka í sundur og setja saman hjól við flugvöllinn.

  • Læstir skápar til að geyma ferðabox fyrir hjól og fleiri fylgihluti.

  • Hleðslustöðvar fyrir rafmagnshjól.

  • Sérstök aðgangsstýrð aðstaða fyrir starfsfólk til að geyma hjól og rafhlaupahjól.

Uppbygging á aðkomusvæði