Stækkun Suðurbyggingar
Með stækkun Suðurbyggingar skapast aukið rými fyrir farþega sem gerir biðina eftir ferðlaginu ánægjulegri.
Suðurbyggingin stendur sunnan við gömlu flugstöðina sem nú er gjarnan kölluð Norðurbyggingin. Byggingin var opnuð árið 2001 og stækkuð rúmum áratug síðar til að sinna auknum farþegafjölda og bæta upplifun farþega. Framkvæmdir við stækkun Suðurbyggingar hófust í janúar 2024 og eru áætluð verklok á þessari 1900 fermetra stækkun um mitt ár 2025. Breytingunum fylgir stórbætt aðstaða fyrir farþega, til að mynda með stærra biðrými, nýjum brottfararhliðum auk þess sem veitinga- og verslunarrými stækkar.
Í hverju felast breytingarnar?
Bætt aðstaða fyrir farþega
Stækkun Suðurbyggingar felur í sér betri aðstöðu fyrir farþega við brottfararhlið í austurenda Suðurbyggingar.
Spennandi verslanir og veitingastaðir
Stækkun Suðurbyggingar fylgir aukin fjölbreytni í verslun og veitingum fyrir farþega.
Stærra biðrými
Biðrými fyrir farþega á leið í flug stækkar.
Áætluð verklok
Ný Suðurbygging var formlega vígð á Keflavíkurflugvelli 2018. Framkvæmdir við stækkun byggingarinnar hófust í janúar 2024 og eru verklok áætluð 2025.
Aukin þjónusta með stækkun viðbyggingar
Um miðjan 10. áratuginn var afkastageta flugstöðvarinnar komin að þolmörkun og aukin þörf á stækkun var orðin ljós. Þessi aukna þörf fyrir stækkun lá að vissu leyti í fullri aðild Íslands að Schengen samstarfinu sem gerði kröfu um fullan aðskilnað farþega innan og utan svæðisins. Ný Suðurbygging, suður af gömlu flugstöðinni, sem í daglegu tali nefnist nú Norðurbygging, var því tekin í notkun árið 2001.
Rúmum áratug síðar var hins vegar orðið ljóst að þörf væri á að stækka Suðurbygginguna og hefur sú stækkun sýnt sig og sannað sem mikilvægur liður í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eftir mikla fjölgun farþega um völlinn frá árinu 2010, þá sérstaklega í flugi til og frá Norður-Ameríku og Bretlandseyjum.
Nú er kominn tími til að stækka Suðurbygginguna enn frekar með 1900 fermetra viðbyggingu á tveimur hæðum og með stórbættri þjónustu fyrir farþega.
Suðurbyggingin í tölum
Flatarmál 1.900 fermetrar
Stækkun Suðurbyggingar er alls 1.900 fermetrar sem jafn stór og safnahúsið í Hamraborg í Kópavogi.
Lengd 30 metrar
Viðbyggingin verður 30 metrar að lengd og er því jafn löng og dómkirkjan í Skálholti.
Breidd 26 metrar
Stækkun Suðurbyggingar er 26 metra beið en til samanburður er körfuboltavöllur 28 metrar á lengd.
Hæð 14 metrar
Heildarhæð er 14 metrar sem svipað og fjögurra hæða íbúðarhús.