
Nýtt flugvallarhótel
Isavia leitar að reyndum aðilum til að taka þátt í útboði fyrir nýtt 200-400 herbergja flugvallarhótel á aðkomusvæði Keflavíkurflugvallar. Áformin um nýtt hótel eru hluti af uppbyggingaráætlun svæðisins. Fyrir liggur áreiðanleikakönnun sem greindi fýsilegustu stærð hótels, þjónustustig og fleiri atriði sem höfð verða að leiðarljósi við frekari þróun og uppbyggingu þess.
Keflavíkurflugvöllur hefur vaxið ört undanfarin ár, flugfarþegum hefur fjölgað, bæði vegna vinsælda Íslands sem áfangastaðar og vegna aukinna vinsældar Keflavíkurflugvallar sem tengistöðvar milli Evrópu og Norður-Ameríku.
Mikil eftirspurn er eftir 3-4 stjörnu hóteli á flugvallarsvæðinu samkvæmt þeirri áreiðanleikakönnun sem unnin var. Þessi eftirspurn er gott tækifæri fyrir flugvallarhótel sem kemur bæði til móts við tengifarþega og aukinn fjölda ferðamanna til Íslands en framboð á hótelgistingu á flugvallarsvæðinu hefur ekki fylgt aukinni eftirspurn. Auk vaxtar undanfarinna ára eru einnig uppi áform um að hefja beint flug frá Keflavíkurflugvelli til Asíu á næstu árum.

Hótelið
- Markmiðið er að reisa 3-4 stjörnu hótel á aðkomusvæði flugvallarins sem tryggir farþegum góða þjónustu. Sá möguleiki að hafa tvö aðskilin hótel, annars vegar þriggja stjörnu og hins vegar fjögurra stjörnu, verður einnig skoðaður.
- Áætluð lóð fyrir nýtt hótel er 13.000 fermetrar að stærð með möguleika á 20.000 fermetra byggingu á fjórum hæðum auk möguleika á kjallara.
- Eftirspurn er einnig eftir hótelaðstöðu og -þjónustu eins og fundarherbergjum, veitingaþjónustu og líkamsræktarstöð.
Lóðin, sem í dag er nýtt undir bílastæði, er staðsett um 200 metra frá núverandi flugstöðvarbyggingu.
Framtíðaráform gera ráð fyrir frekari stækkun flugstöðvarbyggingarinnar og þá í átt að hótelinu sem myndi stytta fjarlægðina enn frekar og jafnvel þannig að innangengt gæti verið milli bygginganna. Isavia er opið fyrir viðræðum við rétta samstarfsaðila um ólík viðskiptamódel til að þróa áfram og reka hótelið.
Spennandi tækifæri
Isavia leitar að reyndum samstarfsaðilum til að taka þátt í útboðinu sem er áætlað árið 2026. Staðsetning flugvallarins, bæði milli Evrópu og Norður-Ameríku, sem og út frá Reykjavík þykir samkvæmt greiðingum að mjög aðlaðandi tækifæri. Hröð aukning farþega undanfarinnar ára hefur aukið umtalsvert eftirspurn eftir hótelum á flugvallarsvæðinu.

Áframhaldandi þróun á aðkomusvæðinu
Hótelið verður partur af áframhaldandi uppbyggingu og endurbótum sem stendur yfir á aðkomusvæði Keflavíkurflugvallar og mun stórbæta flugvallarsvæðið á næstu árum. Þar er sérstaklega lögð áhersla á að bæta upplifun farþega og þjónustu.
Þróun Keflavíkurflugvallar fylgir sérstakri þróunaráætlun sem unnin hefur verið og gildir til ársins 2045. Samhliða Þróunaráætlun flugvallarins liggur fyrir sérstök þróunaráætlun fyrir aðkomusvæðið sem var samþykkt af stjórn Isavia haustið 2022. Sú áætlun leggur áherslu á að bæta upplifun farþega á sama tíma og leitað er tækifæra til að hámarka tekjumöguleika Isavia. Áætlunin inniheldur ýmsa þætti, meðal annars þróun flugvallarhótels, auk þess sem hún lýtur til möguleika til verslunar, samgangna og annarrar þjónustu.

