Hjarta Keflavíkurflugvallar
Ný tengibygging á milli Norðurbyggingar og Suðurbyggingar verður hjarta Keflavíkurflugvallar. Þar fara allir farþegar í gegn á leið sinni áfram – á vit ævintýranna á Íslandi, út í hinn stóra heim með tengiflugi eða aftur heim.
Tengibyggingin er annar stóru áfanganna í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Þessi nýja bygging mun, með Austurálmunni sem nú er í byggingu, stækkar flugstöðina um 70%. Ekki nóg með að tengibyggingin muni tengja saman upprunalegu flugstöðina og Suðurbyggingu, heldur mun hún einnig stórbæta þjónustu fyrir tengifarþega á Keflavíkurflugvelli.
Í hverju felast breytingarnar?
Tenging milli ólíkra bygginga
Nýja tengibyggingin er stundum kölluð hjarta Keflavíkurflugvallar þar sem hún tengir saman norður- og suðurhluta flugstöðvarinnar.
Kennir ýmissa grasa
Hjarta flugvallarins mun hýsa nýtt veitingasvæði, komu-landamæri, þrjú biðsvæði og rútuhlið.
Forsenda stækkunar
Nýja tengibyggingin er forsenda þess að hægt sé að stækka flugvöllinn til framtíðar.
Annar stóru áfangana
Tengibyggingin er annar stóru áfangana í stækkun KEF.
Með nýju og björtu miðjurými skapast betri tenging milli álmna flugstöðvarinnar. Landgangurinn verður breikkaður, aðstaða komufarþega batnar með vegabréfaskoðun, nýrri fríhöfn og auknu þjónusturými. Einnig mun hlið við landgang verða uppfærð með stærra biðsvæði.
Vegna tilvonandi hlutverks tengibyggingarinnar á Keflavíkurflugvelli mun hún kallast Hjarta Keflavíkurflugvallar. Hönnunarvinna stendur yfir.
Tengibyggingin í tölum
Flatarmál 26.900 fermetrar
Tengibyggingin verður tæpir 27 þúsund fermetrar sem er svipað og tónlistarhúsið Harpa við Reykjavíkurhöfn.
Grunnflötur 9.432 fermetrar
Grunnflötur tengibyggingarinnar verður 9.432 fermetrar, sem er litlu minna en knattspyrnusalur Egilshallar.
Breidd 127 metrar
Þar sem tengibygginginn er breiðust, er hún 127 metrar, sem er jafn mikið Harpa er horn í horn.
Lengd 134 metrar
Tengibyggingin er 134 á lengd, sem er svipað langt og er frá flugstöð Keflavíkurflugvallar og út langtímabílastæðin.