Lokið

Tímabundin landamærabygging

Tímabundin og endurnýtanleg viðbygging, sem mun hýsa komulandamæri fyrir farþega sem ferðast til Íslands utan Schengen-svæðisins hefur verið tekin í notkun. Landamærin munu greiða fyrir og bæta afgreiðslu farþega sem koma inn svæðið í samræmi við nýjar Evrópureglur.

Breytingarnar munu bæta flæði í flugstöðinni töluvert þar sem reynt verður að sporna við löngum röðum við landamæraeftirlit með styttum biðtíma og aukinni skilvirkni.

Byggingin verður notuð þar til búið verður að koma upp nýrri og varanlegri aðstöðu fyrir ytri landamæri Schengen í nýrri Tengibyggingu sem nú er í hönnun. Í samræmi við áherslu á endurnýtingu við þróun Keflavíkurflugvallar er byggingin hönnuð með þeim hætti að hægt verður að taka hana niður og nýta í annað þegar hlutverki hennar við landamæraeftirlit lýkur.

Byggingin er er á einni hæð og hefur verið tekin í notkun eins og áður segir. Með breytingunum er markmiðið að landamæraeftirlit verði skilvirkara og betra. Byggingin er staðsett austan megin við Suðurbyggingu.

Í hverju felast breytingarnar?

 • Miðlægt kerfi

  Ný aðferðarfræði hefur verið tekin í notkun til að halda utan um komur, brottfarir og dvalartíma íbúa utan Schengen-svæðisins.

 • Engin þörf fyrir vegabréf

  Með nýju landamæraeftirliti verður engin þörf fyrir því að stimpla vegabréf heldur fylgja mynd og fingrafar skráningu til þess að auka gæði og bæta landamæraeftirlit.

 • Áhersla á endurnýtingu

  Flugvöllurinn er í stöðugri þróun og því mun einungis vera þörf á landamærabyggingunni tímabundið. Í framkvæmdum er því lögð áhersla á sjálfbærni og verður efniviðurinn nýttur í önnur verkefni síðar meir.

 • Opnaði 2023

  Byggingin er tilbúin og var tekin í notkun þegar ný Evrópureglugerð tók gildi fyrir ytri landamæri Schengen.

Miðlægt kerfi flýtir fyrir

Innleiðing Evrópusambandsins frá árinu 2022 felur í sér nýja aðferð til þess að skrá ferðir farþega til og frá landinu. Sömuleiðis nær þessi aðferð til að halda utan um upplýsingar um synjun á komu ríkisborgara frá löndum utan Schengen-svæðisins og ákveða skilyrði fyrir afgreiðslu í gegnum komu- og brottfararkerfið út frá sjónarmiðum löggæslu.

Þetta miðlæga kerfi heldur utan um komur, brottfarir og dvalartíma íbúa utan Schengen-svæðisins. Þá þarf ekki lengur að stimpla vegabréf heldur munu mynd og fingrafar fylgja allri skráningu með það að markmiði að auka gæði og bæta landamæraeftirlit.

Tímabundin landamæri í tölum

 • Flatarmál 1.700 fermetrar

  Flatamál byggingarinnar sem er á einni hæð myndi rúma 6 tennisvelli í fullri stærð með góðu móti.

 • Lengd 46 metrar

  Byggingin er 46 metrar á lengt sem svipað og lengdin á Íþróttahúsi Keflavíkur.

 • Breidd 38 metrar

  Breidd byggingarinnar er 38 metrar sem er nokkrum metrum meira en lengdin á Íþróttahúsinu í Sandgerði.

 • Hæð 10 metrar

  Hæðin er 10 metrar en til samanburðar er gamli vitinn á Garðskagatá rúmir 12 metrar.