Í vinnslu

Yfirbyggðar gönguleiðir

Gönguleiðir liggja á aðkomusvæði flugvallarins, frá flugstöðvarbyggingunni og að ýmsum þjónustusvæðum; bílaleigusvæðum, bílastæðum og rútustæðum. Þar sem allra veðra er von á landinu er áformað að yfirbyggja allar helstu leiðirnar og veita farþegum þannig skjól fyrir vatni og vindum.

Yfirbyggingu gönguleiða hefur verið skipt upp í tvo áfanga og er undirstöðuvinna hafin. Í þeim fyrri verður byggt yfir gönguleiðir að innri rútustæðum og bílastæðum sem staðsett eru við komusvæði, nánar tiltekið skammtímastæðum á P2. Í seinni áfanga framkvæmdanna verður byggt yfir gönguleiðir að langtímastæðum á P3 og ytri rútustæði.

  • Aukið öryggi

    Eykur öryggi gangandi vegfaranda á aðkomusvæðinu

  • Skjól

    Skjól frá vatni og vindum

  • Tveir áfangar

    Unnið í tveimur áföngum.

  • 550

    550 metrar af yfirbyggðum gönguleiðum

Uppbygging á aðkomusvæði