Styttist í skjól fyrir veðri og vindum

Miklar framkvæmdir standa yfir á aðkomusvæði Keflavíkurflugvallar. Á meðal verka er uppsetning yfirbyggðra gönguleiða.

Miklar framkvæmdir standa yfir á aðkomusvæði Keflavíkurflugvallar en góð aðstaða þar er mikilvæg öllum sem um flugvöllinn fara. Yfirstandandi framkvæmdir snúa meðal annars að bættri aðstöðu fyrir gangandi vegfarendur, þá sérstaklega á milli svæða við flugstöðvarbygginguna.

Snjóbræðslukerfi hefur verið lagt undir gönguleiðir á svæðinu sem mun létta farþegum, starfsfólki og öðrum lífið á snjóþungum dögum.

Þá er verið að byggja yfir allar helstu gönguleiðir á svæðinu. Í þessum áfanga eru það gönguleiðir frá flugstöðvarbyggingunni að stoppistöðvum fyrir áætlunarrútur, aðrar rútur og leigubíla, að skammtímabílastæðum á komusvæði (P2) og að langtímabílastæðum (P3).

Vinna við þessar framkvæmdir er langt komin og verklok fyrsta áfanga áætluð á komandi haustdögum.

Frekari upplýsingar um yfirbyggðar gönguleiðir má finna hér