Austurálman tekur á sig mynd

Frétt

Austurálman er stærsta framkvæmd í sögu Isavia, að sögn Guðmundar Daða Rúnarssonar, fram­kvæmda­stjóra viðskipta og þró­un­ar hjá Isa­via, en ítarleg umfjöllun um Austurálmuna birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 15. október síðastliðinn.

Guðmundur segir að Austurálman sé stærsta framkvæmdin, hvort sem miðað er við fjárhæðir eða fermetra. Til dæm­is sé bygg­ing­in um fjög­ur þúsund fer­metr­um stærri en norður­bygg­ing­in var upp­haf­lega.

Upp­haf­leg kostnaðaráætl­un gerði ráð fyr­ir að austurálm­an myndi kosta 21,8 millj­arða króna á nú­v­irði. Nú stefni í að end­an­leg­ur kostnaður verði 22-23 millj­arðar.

Við austurálm­una er verið að steypa stiga­hús fyr­ir vænt­an­lega land­ganga. Guðmund­ur Daði seg­ir að frá hvoru stiga­húsi verði tveir fing­ur út í tvær flug­vél­ar. Með því sé hægt að lengja göngu­leiðina út í vél og þannig hefja inn­rit­un fyrr og tryggja jafn­ara flæði farþega. Inn­rit­un­in sé jafn­an stærsti flösku­háls­inn á flug­völl­um og því auki stiga­hús­in skil­virkni. Þá verði annaðhvort hægt að vera með tvær venju­leg­ar vél­ar eða eina breiðþotu við stiga­hús­in sem sé einnig fram­för.

Þá vek­ur Guðmund­ur Daði at­hygli á því að nú standi yfir fram­kvæmd­ir fyr­ir 3,5 millj­arða króna á flug­hlaðinu. Þar með talið við að byggja upp nýtt eldsneytis­kerfi á (sjá mynd neðst á síðunni).

„Ástæðan fyr­ir því að vél­um seink­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli er oft sú að þjón­usta þarf marg­ar vél­ar í einu og aka tankbíl­um með eldsneyti á milli þeirra. Með nýja kerf­inu verður hægt að dæla eldsneyti beint úr lögn­un­um og í vél­arn­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Daði í frétt Morgunblaðsins, sem lesa má hér.