Bílastæðahús og yfirbyggðar gönguleiðir

Frétt

Bílastæðahús á svæði Keflavíkurflugvallar eru í forhönnun, að sögn Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni á dögunum.

Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega.

„Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Segir Guðmundur Daði að bæði sé verið að huga að bílastæðahúsum og yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin sem fyrir eru.

Í þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll er gert ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum.

Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða hér.