Brú á milli gamla og nýja

Á þriðjudag var göngubrú milli austurálmu og norðurbyggingar flugstöðvarinnar komið á sinn stað.
Á fjórðu hæð austurálmu verður nýtt skrifstofurými fyrir starfsfólk Isavia og annarra fyrirtækja á flugvellinum. Þegar þetta rými verður tekið í notkun mun göngubrúin tengja það saman við skrifstofurýmið sem fyrir er í Norðurbyggingu.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var krani notaður til að hífa göngubrúna á sinn stað og hélt henni á meðan hún var fest við byggingarnar tvær.