Ferðalag tösku frá flugvél til farþega
Á dögunum var nýr töskusalur tekinn í gagnið á Keflavíkurflugvelli. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar og miðar að því að bæta aðstöðu fyrir farþega og upplifun þeirra.
Nýi salurinn hefur mælst vel fyrir hjá farþegum, en það sem gestir sjá ekki er kerfið á bak við tjöldin, færiböndin sem töskurnar ferðast á frá því að þær koma úr flugvél og þar til þær koma í hendur farþega.
Á þessu myndbandi sést þetta ferðalag frá sjónarhóli einnar af fyrstu töskunum sem fóru í gegnum kerfið á opnunardaginn.