Framkvæmdir við Austurálmuna ganga vel

Frétt

Það er bjart yfir mannskapnum á Keflavíkurflugvelli þessa dagana. Farþegum fjölgar með hverjum degi og framkvæmdir við nýju austurálmuna ganga mjög vel. Nú er verið að undirbúa að steypa plötu fyrstu hæðar og erum við mjög spennt fyrir framhaldinu.