Framkvæmdir við nýja landamærastöð

Frétt

Framkvæmdir ganga mjög vel við nýja landamærastöð á Keflavíkurflugvelli fyrir farþega frá löndum utan Schengen-svæðisins. Nýtt fyrirkomulag við afgreiðslu tekur gildi í haust samkvæmt nýjum evrópskum öryggisreglum á landamærum. Byggingin er þó aðeins til bráðabirgða – eða þar til stækkun aðalbyggingar flugstöðvarinnar er lokið.