Fyrsta skuldabréfaútboði Isavia lokið - 25 milljarðar til endurfjármögnunar og framkvæmda
Isavia hefur gefið út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljóna evra til bandarískra fjárfesta. Það jafngildir rúmum 25 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða fyrstu skuldabréfaútgáfu Isavia.
Fjármögnun sem fengin er með útgáfunni verða notaðir til að endurfjármögnunar á eldri lánum félagsins, en með skuldabréfaútboðinu er Isavia að tryggja sér fjármagn á hagstæðum kjörum til lengri tíma. Fjármagnið verður einnig notað til að styðja við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli.
Fjármögnunin var framkvæmd í einum áfanga í ágúst 2023 og eru skuldabréfin gefin út til 7-12 ára. Umsjónaraðili skuldabréfaútgáfunnar er DNB Markets Inc.
Ingibjörg Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og fjármála hjá Isavia, segir að skuldabréfaútgáfan skili Isavia hagstæðri endurfjármögnun. “Við erum í dag að fjármagna okkur á mun betri kjörum en býðst á innlendum markaði - þannig að skuldabréfaútgáfan styrkir félagið verulega í þeirri mikilvægu þróun sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli“ segir Ingibjörg. „Fjárfestar sýna Isavia mikið traust í þessari fyrstu skuldabréfaútgáfu félagsins. Móttökurnar voru afskaplega góðar hjá fjárfestum.“