Nemendur frá HÍ kynna sér framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli

Frétt

Við fengum skemmtilega gesti til okkar þegar hópur nemenda úr verkfræðideild Háskóli Íslands komu í heimsókn til að kynna sér stækkun flugstöðvarinnar og aðrar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Gestirnir fengu m.a. að fylgjast með jarðvinnu fyrir 20 þúsund fermetra viðbyggingu við flugstöðina. Sprengingar á klöpp vegna jarðvinnunnar hafa staðið yfir síðan um miðjan ágúst og lýkur í nóvember.