Reisugilli í Austurbyggingu
Föstudaginn 10. mars var haldið upp á þann áfanga að síðasti hluti burðarvirkisins í nýju Austurbyggingunni hafði þá verið settur upp. Venju samkvæmt kallar það á svokallað reisugilli og gæddu iðnaðar- og verkamennirnir sér á hamborgurum og öðru góðmeti frá Tasty.
Það er búið að vera ótrúlegt að sjá bygginguna rjúka upp á þessum stutta tíma og það er þessu harðduglega fólki að þakka. Það styttist í að fyrsti hluti byggingarinnar verði tekinn í notkun og byggingin verður svo öll opnuð á næsta ári.