Umhverfismatsskýrsla í kynningu

Frétt

Umhverfismatsskýrsla um stækkun Keflavíkurflugvallar hefur verið birt til umsagnar á vef Skipulagsstofnunar og er frestur til að skila inn umsögnum til 2. maí næstkomandi. Isavia mun halda opinn kynningarfund í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ mánudaginn 3. apríl næstkomandi.

Umhverfismatsskýrsla um stækkun Keflavíkurflugvallar hefur verið birt til umsagnar á vef Skipulagsstofnunar og er frestur til að skila inn umsögnum til 2. maí næstkomandi. Isavia mun halda opinn kynningarfund í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ mánudaginn 3. apríl næstkomandi.

Skýrslan er unnin að frumkvæði Isavia og fjallar um á mat á umhverfisáhrifum framkvæmda sem félagið áformar á Keflavíkurflugvelli á komandi árum. Framkvæmdunum er ætlað að styrkja innviði flugbrautarkerfis, stækka flugstöð og bæta aðstöðu þannig að flugvöllurinn geti tryggt betri þjónustu og upplifum farþega. Framkvæmdirnar snúast þannig um að Keflavíkurflugvöllur geti með góðu móti tekið á móti þeim fjölda farþega sem farið hefur um völlinn þegar mest er og til að mæta þeirri fjölgun farþega sem fyrirséð er að verði á næstu tíu árum. Allar framkvæmdir verða unnar í samræmi við sjálfbærnistefnu Isavia og verður uppbygging flugvallarins vottuð af BREEAM, sem er alþjóðlegt vottunarkerfi fyrir sjálfbærni framkvæmda. Auk þess að draga úr umhverfisáhrifum þá er það mat Isavia að með því verði hægt að draga úr kostnaði á líftíma bygginga.

Isavia hvetur almenning og aðra hagaðila til að kynna sér efni umhverfismatsskýrslunnar. Til þess að kynna efni skýrslunnar og þær framkvæmdir sem hún fjallar um verður haldinn opinn kynningarfundur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ mánudaginn 3. apríl. Fundurinn fer fram í salnum Stapa og hefst klukkan 20:00 og eru öll velkomin.

Viltu vita meira um þróun og framtíðarsýn Keflavíkurflugvallar?