Veturinn var krefjandi á köflum

Frétt

Veturinn var krefjandi á köflum en nú er bjart framundan. Nýja austurbyggingin á Keflavíkurflugvelli er að rísa af grunni og ganga framkvæmdir vel við jarðhæð og undirstöður.

Með nýrri byggingu mun þjónusta og upplifun farþega og flugfélaga batna til muna. Á jarðhæð nýrrar byggingar verður m.a. tekið í notkun nýtt og öflugra farangursmóttökukerfi í skrefum á næsta ári. Við erum því mjög spennt fyrir því sem framundan er.