Störf í boði
Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands? Við rekum öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggjum því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.
Umsjón með fasteignum og búnaði
Við leitumst eftir að ráða samviskusaman einstakling til að hafa umsjón með eignum og búnaði á Keflavíkurflugvelli. Við bjóðum upp á spennandi og fjölbreytt verkefni í einstöku starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi mun starfa á sviði Mannvirkja og Innviða í deildinni Viðhaldsstjórnun og sinna m.a. eftirliti með rekstri Keflavíkurflugvallar, fyrstu viðbrögðum vegna bilana og annarra rekstrarfrávika. Um vaktavinnu er að ræða en unnið er á 5-5-4 vöktum.
Ert þú tæknisnillingur?
Isavia leitar að öflugum liðsauka til að aðstoða með viðhald og rekstur á tæknibúnaði sem er í eigu deild Mannvirkja og Innviða. Við bjóðum upp á spennandi og fjölbreytt verkefni í einstöku starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli. Starfið yrði hluti af Raftækniþjónustu Isavia sem sér um rekstur, viðhald og bakvaktir á tæknibúnaði deildarinnar og ásamt öðrum tæknibúnað Isavia bæði inni og úti. Helstu kerfi sem um ræðir eru aðgangsstýring, x-ray vélar, málmleitartæki, sprengjuleitarvélar, landgöngubrýr, hljóðkerfi, fjarskipti (Tetra-VHF), flugleiðsöguskjáir, hússtjórn, bómur og hlið, vegabréfahlið, bakkalínur og margt fleira.
Hermaflugmenn
Um er að ræða starf í þjálfunardeild Isavia ANS. Starfsmaðurinn verður hluti af öflugu teymi sem hefur umsjón með ný- og síþjálfun um 300 sérfræðinga í flugleiðsöguþjónustu þ.m.t. flugumferðarstjórn.
Farþegaþjónusta á Keflavíkurflugvelli
Við leitum að einstaklingum með jákvætt viðmót og ríka þjónustulund til að sinna fjölbreyttum verkefnum farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru PRM þjónusta, flæðisstýring, upplýsingagjöf til farþega sem og eftirlit með innritunarbúnaði. PRM þjónusta við einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél.
Aðstoð í mötuneyti Isavia ANS
Isavia ANS hefur upp á að bjóða nýuppgert mötuneyti og góða aðstöðu fyrir starfsfólk. Við leitum eftir kraftmiklum og þjónustulunduðum einstaklingi í aðstoð í mötuneyti okkar. Við leitum eftir einstaklingi sem hefur jákvætt viðhorf, líkar að vinna í kringum fólk og hefur metnað til að byggja upp frábært mötuneyti á góðum og líflegum vinnustað.
Rafvirki hjá Isavia ANS
Isavia ANS óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa í raftæknideild fyrirtækisins við uppsetningu á búnaði og kerfum. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf á góðum vinnustað. Við leitum eftir einstaklingi sem er skipulagður í verkum sínum, getur unnið sjálfstætt sem og í hópi og á auðvelt með að tileinka sér nýja tækni.
Starf í APOC Keflavíkurflugvelli
Við óskum eftir að ráða einstakling til starfa í APOC sem er stjórnstöð Keflavíkurflugvallar. Í APOC fram fer eftirlit og samhæfing daglegs rekstrar flugvallarins. Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf í fjölbreyttu umhverfi á Keflavíkurflugvelli. Unnið er á dag- og næturvöktum samkvæmt 5-5-4 vaktakerfi.
Almenn umsókn Isavia ANS 2023
Isavia ANS er framsækið fyrirtæki sem hefur á að skipa hæfu starfsfólki sem sinnir starfi sínu af alúð og áhuga. Við leggjum áherslu á starfsánægju og að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna sínu starfi og tækifæri til að þróast.
Almenn umsókn Isavia 2023
Við hjá Isavia erum reglulega að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.
Almenn umsókn Fríhöfn 2023
Við hjá Fríhöfninni erum reglulega að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að sinna þjónustu við farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll.
Lentirðu í vandræðum með umsóknina?
Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á [email protected]
Meðferð umsókna hjá ISAVIA
- Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
- Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
- Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
- Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
- Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
- Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
- Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.