Störf í boði

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands? Við rekum öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggjum því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.

Sumarstarf 2024 - Farþegaakstur

Sumarstarf 2024 - Farþegaakstur

Rekstrarstjóri fasteigna utan flugstöðvar

Isavia leitast eftir að ráða drífandi og áhugasaman rekstrarstjóra fasteigna utan flugstöðvar í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði bygginga og viðhalds.

Sérfræðingur eignaafhendingar

Isavia leitast eftir að ráða umbótasinnaðan og drífandi sérfræðing eignaafhendinga í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða þekkingu á byggingartengdum verkefnum, gerð útboðsgagna og líftímagreininga.

Verkefnastjóri bygginga

Isavia óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra fasteigna í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði bygginga og viðhalds.

Verkefnastjóri rafmagnskerfa

Nú leitum við að kröftugum og kappsfullum verkefnastjóra rafmagnskerfa í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði raflagna og rafkerfa.

Spennandi tækifæri fyrir bifvéla- eða vélvirkja

Isavia leitar eftir öflugum og jákvæðum bifvéla- eða vélvirkja í teymi starfsfólks á vélaverkstæði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli.Vélaverkstæðið er staðsett í þjónustuhúsi Isavia á Eystra hlaði en starfsfólk þess sér um fjölda krefjandi og skemmtilegra verkefna í líflegu umhverfi.

Almenn umsókn Isavia 2024

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Lentirðu í vandræðum með umsóknina?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á [email protected]

Meðferð umsókna hjá ISAVIA

  • Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
  • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
  • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.