Störf í boði
Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands? Við rekum öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggjum því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.
Verkefnastjóri á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni
Ert þú umbótamiðaður einstaklingur, með framúrskarandi samskiptahæfni og brennandi áhuga á stafrænum og snjöllum lausnum? Nú bætum við enn frekar í teymi verkefnahúss stafrænnar þróunar og upplýsingatæknisviðs, og leitum við nú að kraftmiklum verkefnastjóra sem býr yfir miklum metnaði til að verkefnastýra fjölbreyttum og krefjandi verkefnum með faglega verkefnastjórnun að leiðarljósi. Ef þú hefur metnað og kraft til þess að leiða verkefni og teymi til árangurs, þá erum við að leita af þér!
Sérfræðingur í netöryggi
Isavia óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan sérfræðing í netöryggi (cyber security) til starfa í kerfisrekstri fyrirtækisins. Viðkomandi mun sinna eftirliti með öryggi tölvukerfa fyrirtækisins og fylgja eftir tækifærum til úrbóta.Hjá kerfisrekstri Isavia starfar öflugt lið sérfræðinga sem hafa það hlutverk að reka, þróa og efla tæknilega innviði Isavia. Starfið er spennandi og krefjandi og starfsumhverfið er líflegt, alþjóðlegt og síkvikt.
Sérfræðingur farangurskerfa
Við óskum eftir að ráða sjálfstæðan og árangursdrifinn einstakling í starf sérfræðings farangurskerfa. Starfið felst í að hafa umsjón með farangurskerfi Keflavíkurflugvallar í samstarfi og samráði við viðhaldsdeild kerfisins. Viðkomandi mun einnig sinna greiningum á viðhaldsgögnum og vinna að umbótaverkefnum farangurskerfisins með það að markmiði að hámarka áreiðanleika þess.
Sérfræðingur í kortagerð
Við leitum eftir einstaklingi í starf sérfræðings í kortagerð í upplýsingaþjónustu flugmála. Starfsmaðurinn verður hluti af öflugu teymi sem hefur umsjón með, kortagerð hönnun flugferla og upplýsingaþjónustu flugmála.Upplýsingarþjónusta flugmála hjá Isavia ANS er ábyrg fyrir flugmálagögnum og flugmálaupplýsingum innan íslenska flugstjórnarsvæðisins. Að auki annast deildin hönnun flugferla og kortagerð fyrir flug .
Mannauðsráðgjafi
Isavia leitar að metnaðarfullum, drífandi og skipulögðum einstaklingi til að ganga til liðs við mannauðsteymi fyrirtækisins.
Almenn umsókn Isavia ANS 2023
Isavia ANS er framsækið fyrirtæki sem hefur á að skipa hæfu starfsfólki sem sinnir starfi sínu af alúð og áhuga. Við leggjum áherslu á starfsánægju og að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna sínu starfi og tækifæri til að þróast.
Almenn umsókn Isavia 2023
Við hjá Isavia erum reglulega að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.
Almenn umsókn Fríhöfn 2023
Við hjá Fríhöfninni erum reglulega að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að sinna þjónustu við farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll.
Lentiru í vandræðum með umsóknina?
Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á [email protected]
Meðferð umsókna hjá ISAVIA
- Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
- Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
- Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
- Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
- Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
- Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
- Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

“Ég hef gaman af þeim tæknilegu hliðum sem heilsugæsluverkefni hafa í för með sér, sem líklega stafar af verkfræðinámi mínu í háskóla. Allt frá því að skilja heilsutæknileg minnisblöð (HTM), til að hugsa um hvernig kerfi eru hönnuð með auka seiglu, til þess hvernig aðstaða er tekin í notkun er áhugavert - og heldur mér á tánum! “