Störf í boði

Viltu starfa með samhentum hópi sem leggur grunn að flugsamgöngum Íslands? Við rekum öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og leggjum því grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi.

Sérfræðingur á skrifstofu flugstjórnarmiðstöðvar

Við leitum eftir sjálfstæðum og skipulögðum sérfræðingi á skrifstofu flugstjórnarmiðstöðvar. Um er að ræða fjölbreytt, áhugavert og krefjandi starf þar sem skipulags- og samskiptahæfileikar fá að njóta sín.Helstu verkefni og ábyrgð

Sérfræðingur í hugbúnaðarkerfum í flugleiðsögu

Isavia ANS leitar að sérfræðingur í hugbúnaðarkerfum sem hefur áhuga á að vinna að tækniþróun og kerfisuppfærslum í flugleiðsögu. Starfið felur í sér að vinna náið með forriturum og notendum og tryggja farsæla innleiðingu umbóta. Við leitum að einstaklingi sem er metnaðarfullur, sjálfstæður, hefur auga fyrir smáatriðum og með jákvætt hugarfar. Um er að ræða fjölbreytt starf í þróunardeild í þverfaglegu teymi sem þróar og rekur fluggagnavinnslukerfi, fjarskiptastjórnkerfi og vöruhúsgagna. Teymið er leiðandi í tækniframþróun í flugleiðsögu í alþjóðlegu umhverfi.

Viðhald flugverndarbúnaðar

Nú leitum við að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa við viðhald flugverndarbúnaðar í líflegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi á Keflavíkurflugvelli. Stafið tilheyrir deild Viðhaldsstjórnunar sem sinnir viðhaldi á eignum og tæknibúnaði í eigu Isavia. Þau tæki sem heyra undir flugverndarbúnað eru m.a. skimunarbúnaður, gegnumlýsingarvélar, bakkakerfi, snefilgreiningartæki, málmleitarhlið og -tæki. Viðkomandi mun starfa með flottum hópi starfsfólks sem sinnir sérhæfðu viðhaldi á tæknibúnaði innan Keflavíkurflugvallar og styðja þannig við öruggan og skilvirkan rekstur flugvallarins.

Viðhald flugstöðvarbúnaður

Við leitum að einstaklingi sem hefur þekkingu á viðhaldi tækja og hefur áhuga á að starfa í einstöku og fjölbreyttu umhverfi á Keflavíkurflugvelli. Starfið felur í sér viðhald á flugstöðvarbúnaði s.s. landgöngubrúm og dokkum (VDGS) ásamt Ground Power Unit. Viðkomandi mun starfa með flottum hópi starfsfólks sem sinnir sérhæfðu viðhaldi á tæknibúnaði innan Keflavíkurflugvallar og styðja þannig við öruggan og skilvirkan rekstur flugvallarins.

Viðhald öryggis- og eftirlitskerfa

Hefur þú reynslu af eða þekkir þú til viðhalds á öryggis- og eftirlitskerfum? Þá gætum við verið að leita að þér! Deild Viðhaldsstjórnunar á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða einstakling sem þekkir m.a. til aðgangsstýringakerfa, brunaviðvörunarkerfa, myndavélakerfa og bílastæðakerfa og hefur áhuga á að starfa í mjög lifandi og fjölbreyttu umhverfi á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi mun starfa með flottum hópi starfsfólks sem sinnir sérhæfðu viðhaldi á tæknibúnaði innan Keflavíkurflugvallar og styðja þannig við öruggan og skilvirkan rekstur flugvallarins.

Viðhald tæknibúnaðar

Isavia óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa við viðhald tæknibúnaðar innan deildar Viðhaldsstjórnunar. Viðkomandi mun starfa með flottum hópi starfsfólks sem sinnir sérhæfðu viðhaldi á tæknibúnaði innan Keflavíkurflugvallar og styðja þannig við öruggan og skilvirkan rekstur flugvallarins.

Sérfræðingur á skrifstofu aðgangsmála

Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi til starfa á skrifstofu aðgangsmála á Keflavíkurflugvelli. Skrifstofa aðgangsmála sinnir útgáfu aðgangsheimilda og er hluti af flugverndardeild flugvallarins sem einnig sér um öryggisleit, eftirlit og rekstur gátstöðva.Við leitum að umbótarsinnuðum einstaklingi sem hefur lausnarmiðað hugarfar og frumkvæði til að takast á við fjölbreyttar áskoranir.

Deildarstjóri öryggisleitar á Keflavíkurflugvelli

Við leitum að jákvæðum og áhugasömum stjórnanda í starf deildarstjóra öryggisleitar á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að einstaklingi sem hefur framúrskarandi samskipta- og stjórnunarhæfni og mikið frumkvæði til að takast á við fjölbreyttar áskoranir í síbreytilegum flugrekstri. Síðastliðin tvö ár höfum við hjá Isavia verið að vinna markvisst að því að efla fyrirtækjamenninguna okkar og mun deildarstjóri taka virkan þátt í þeirri vinnu.Í öryggisleit Keflavíkurflugvallar starfa að jafnaði um 200 einstaklingar á vöktum við skimun farþega og farangurs. Öryggisleit er hluti af flugverndardeild flugvallarins sem einnig sér um eftirlit, rekstur gátstöðva og útgáfu aðgangsheimilda.Starfssvið:

Verkefnastjóri verkefnagátar

Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum verkefnastjóra með skipulagshæfileika og góða yfirsýn til að starfa í öflugu teymi Flugvallarþróunar og uppbyggingar. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem unnin eru þvert á deildir í samvinnu við aðra verkefnastjóra sem tilheyra einingunni. Helstu hlutverk verkefnastjóra eru á þróunar- og framkvæmdastigi, s.s. kostnaðar- og tímastjórnun, áhættu-, breytinga- og upplýsingastjórnun. Fram undan eru mörg spennandi verkefni sem snúa að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.

Sumarstörf á Egilsstaðaflugvelli

Isavia Innanlandsflugvellir leita eftir að ráða heilsuhrausta og röska einstaklinga til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu á Egilsstaðaflugvelli. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.

Sumarstarf 2024 - Öryggisleit

Sumarstarf 2024 - Öryggisleit

Sumarstarf 2024 - Gátstöðvar

Sumarstarf 2024 - Gátstöðvar

Sumarstarf 2024 - Eftirlit

Sumarstarf 2024 - Eftirlit

Sumarstarf 2024 - Farþegaþjónusta

Sumarstarf 2024 - Farþegaþjónusta

Sumarstarf 2024 - Þjónustufulltrúi farþegaþjónusta

Sumarstarf 2024 - Þjónustufulltrúi farþegaþjónusta

Sumarstarf 2024 - APOC (Stjórnstöð Keflavíkurflugvallar)

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf næstkomandi sumar. 

Sumarstarf 2024 - Bílastæðaþjónusta Keflavíkurflugvelli

Sumarstarf 2024 - Bílastæðaþjónusta Keflavíkurflugvelli

Sumarstarf 2024 – Aðstoðarfólk í mötuneyti

Sumarstarf 2024 – Aðstoðarfólk í mötuneyti

Sumarstarf 2024 - Farþegaakstur

Sumarstarf 2024 - Farþegaakstur

Sumarstarf 2024 - Flugvallarþjónusta

Sumarstarf 2024 - Flugvallarþjónusta

Sumarstarf 2024 – Notendaþjónusta

Sumarstarf 2024 – Notendaþjónusta

Sumarstarf 2024 – Umsjónamenn eigna og búnaðar

Sumarstarf 2024 – Umsjónamenn eigna og búnaðar

Sumarstarf 2024 – Sérhæfð viðhaldsstjórnun

Sumarstarf 2024 – Sérhæfð viðhaldsstjórnun

Almenn umsókn Isavia 2024

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Lentirðu í vandræðum með umsóknina?

Ef vandræði komu upp þegar þú sóttir um vinsamlegast sendu okkur póst á [email protected]

Meðferð umsókna hjá ISAVIA

  • Allar umsóknir um störf hjá Isavia fara í gegnum ráðningarvef Isavia nema annað sé tekið fram.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
  • Starfsfólk Mannauðs ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast
  • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.