Framkvæmdir á fjórðu hæðinni

Unnið er hörðum höndum að því að klára fjórðu hæð austurálmunnar, en þar verður skrifstofurými fyrir starfsfólk Isavia.

Frétt

Unnið er hörðum höndum að því að klára fjórðu hæð austurálmunnar, en þar verður skrifstofurými fyrir starfsfólk Isavia.

Framkvæmdir við fjórðu hæðina hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir því að hæðin verði tekin í notkun í lok þessa árs.

Um er að ræða 1.450 fermetra skrifstofurými, sem tengt hefur verið við skrifstofur í Norðurbyggingu flugstöðvarinnar með göngubrú. Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að sjá hvernig hæðin lítur út núna á meðan á framkvæmdum stendur.

Framkvæmdir við austurálmuna sjálfa hófust árið 2021 og hefur hún verið tekin í notkun í áföngum. Árið 2023 opnaði nýr komusalur og farangursmóttaka og fyrr á þessu ári fóru fyrstu farþegarnir í gegnum landgöngubrýrnar og rútuhliðin á annarri hæð álmunnar.

Þegar fram í sækir verður þriðja hæðin notuð til að taka móti gestum sem koma til Íslands frá löndum utan Schengen svæðisins.

Lesa má meira um austurálmuna hér.