Framkvæmdir hafnar við stækkun suðurbyggingar

Frétt

Framkvæmdir við stækkun suðurbyggingar Flugstöðvarinnar hófust fyrr á árinu og miðar vel. Með stækkun Suðurbyggingar skapast aukið rými fyrir farþega sem gerir biðina eftir ferðlaginu ánægjulegri.

Suðurbyggingin stendur sunnan við gömlu flugstöðina sem nú er gjarnan kölluð Norðurbyggingin. Byggingin var opnuð árið 2001 og stækkuð rúmum áratug síðar til að sinna auknum farþegafjölda og bæta upplifun farþega. Framkvæmdir við stækkun Suðurbyggingar hófust í janúar 2024 og eru áætluð verklok á þessari 1.900 fermetra stækkun um mitt ár 2025. Breytingunum fylgir stórbætt aðstaða fyrir farþega, til að mynda með stærra biðrými, nýjum brottfararhliðum auk þess sem veitinga- og verslunarrými stækkar.

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar við upphaf framkvæmda og munu fleiri myndir fylgja eftir því sem verkinu miðar fram, en frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.