Fyrstu farþegar fóru í gegnum nýja austurálmu

Helstu fjölmiðlar landsins heimsóttu austurálmuna miðvikudaginn 26. febrúar þegar fyrstu farþegar Keflavíkurflugvallar fóru í gegnum nýju álmuna. Farþegarnir fóru í gegnum álmuna í gegnum tvö ný rútuhlið en í heildina stækkar ný austurálma flugstöðina um 30%.
Stækkunin bætir aðstöðu fyrir farangursmóttöku í nýjum komusal, bætir við fjórum nýjum landgöngum og tveimur rútuhliðum, auk stærra veitingasvæðis og stærri fríhafnar.
Austurálman verður svo formlega opnuð siðar í mánuðinum, þegar allir landgangar verða komnir í notkun.
Leifsstöð stækkar um þriðjung – „Ofboðslega þörf stækkun“
Á RÚV var fjallað um austurálmuna og sagði að fyrstu farþegarnir fóru um nýja austurálmu Keflavíkurflugvallar. Fréttamaður skoðaði meðal annars álmuna og nýju farangursböndin sem opnuðu sumarið 2023.
Vitnað var Guðmund Daða Rúnarsson, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia þar sem hann sagði að Austurálman væri „[…] þörf stækkun og fleiri fermetrar, sem við þurfum að fá í notkun eftir alla umferðaraukninguna síðasta áratug.“
Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð
Í fréttum Stöðvar 2 var nýja álman skoðuð. Með henni verður heildarflatarmál flugstöðvarinnar orðið 98 þúsund fermetrar.
Í fréttinni er fjallað um töskusalinn sem opnaði 2023 og veitingasvæðið Aðalstræti sem opnaði undir lok síðasta árs með þremur veitingastöðum.
Myndir: Sjáðu nýju álmuna á Keflavíkurflugvelli
Morgunblaðið birti ítarlega umfjöllun með myndum af álmunni og sagði að brottfararsalurinn væri ansi rúmgóður með sex nýjum brottfararhliðum og salernisaðstöðum og sagði að brottfararsalurinn væri bylting fyrir brottfararfarþega og starfsfólk Keflavíkurflugvallar.