Kynntu fjölbreytt atvinnutækifæri á KEF fyrir ungmennum

Starfsfólk Keflavíkurflugvallar kynntu atvinnumöguleika á flugvellinum fyrir ungu fólki á árlegri starfsgreinakynningu á Suðurnesjum.

Frétt

Starfsfólk KEF tók virkan þátt í árlegri starfsgreinakynningu á Suðurnesjum og kynntu áhugaverð tækifæri á flugvellinum fyrir ungu fólki og nemendum á efsta stigi grunnskóla. Í ár mættu nítján starfsmenn flugvallarins til að ræða við unga fólkið, og kynntu ýmis atvinnutækifæri á flugvellinu, m.a. störf innan sviðs flugverndar, flugöryggis, öryggisleitar, verkfræðinga, mannauðsráðgjafa og farþegaaksturs svo fáein séu nefnd.

Hver deild mætti með tæki og tól sem notuð eru í hverju starfi og fengu nemendur að máta sig við störfin og fá innsýn inn í hvernig vinnudagur hópsins lítur út. Á flugvellinum er alltaf verið að leita að góðu fólki til að starfa og það er því ánægjulegt að kynna fyrir unga fólkinu fyrir öllum þeim fjölbreyttu tækifærum sem leynast á KEF.

Yfir 100 starfsgreinar vítt og breitt úr atvinnulífinu voru kynntar nemendunum, sem komu úr 8. og 10. bekkjum allra grunnskóla Suðurnesjanna, auk fleira ungs fólks m.a. úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsgreinakynningar sem þessar eru öflugt verkfæri til að hvetja ungt fólk af svæðinu til að tengjast og kynnast ýmsum tækifærum á vinnumarkaði. Markmiðið er að nemendurnir finni sér áhugaverð störf og fái aðstoð við að skilja hvaða hæfni og nám þau gætu þurft að sækja í framtíðinni.

Jákvæð áhrif á nærsamfélagið skiptir máli

Starfsfólk KEF hefur tekið virkan þátt í starfsgreinakynningunni og sent sitt fólk til að ræða við unga fólkið í þónokkur ár. Þátttaka í slíkum viðburðum er mikilvæg fyrir Isavia sem leggur áherslu á að hafa jákvæð áhrif inn í nærsamfélagið, en starfsfólk fyrirtækjanna heimsækir reglulega menntastofnanir á svæðinu með kynningar eða verkefni sem gagnast nemendum. Það er afar verðmætt fyrir Isavia og flugvallarsamfélagið að starfsfólk gefi tíma sinn og orku í verkefni sem þessi. Það skiptir máli að íbúar Suðurnesja, sem og hugsanlegir tilvonandi starfskraftar, séu upplýstir um það sem fram fer á flugvellinum og hvernig það hefur áhrif á samfélagið allt.

Starfsgreinakynningin er verkefni sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) en Þekkingarsetur Suðurnesja hefur séð um verkefnastjórnun henni tengdri um áraraðir.