Næstu áfangar í uppbyggingu KEF
Vinna er hafin við hönnun fyrsta áfanga tengibyggingar milli norður- og suðurbygginga flugstöðvarinnar.

Nú þegar búið er opna austurálmuna fyrir farþegaumferð er tilvalið að horfa til framtíðar og skoða næstu skref í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.
Vinna er hafin við hönnun fyrsta áfanga tengibyggingar milli norður- og suðurbygginga flugstöðvarinnar, en henni er ætlað að verða hið eiginlega hjarta flugstöðvarinnar þegar hún verður tekin í notkun.
Tengibyggingin er annar stóru áfanganna í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Þessi nýja bygging mun, með Austurálmunni sem nú er í byggingu, stækkar flugstöðina um 70%. Ekki nóg með að tengibyggingin muni tengja saman upprunalegu flugstöðina og Suðurbyggingu, heldur mun hún einnig stórbæta þjónustu fyrir tengifarþega á Keflavíkurflugvelli.
Lesa má meira um tengibygginguna hér.