Nýtt flughlað prófað á korti

Frétt

Á dögunum fór fram Dekstop trial eða skrifborðsæfing fyrir nýtt flughlað við austurálmu flugstöðvarinnar. Verkefnið er nátengt austurálmuverkefninu.

Á nýja flughlaðinu verða m.a. fjögur ný flugstæði og snjóbræðslukerfi.

Svona æfing er mikilvægur þáttur í að búa endanotendur undir það að taka flughlaðið í gagnið. Þar sem framkvæmdinni er ekki lokið og heildstæð prófun með flugvélum er erfið í framkvæmd þá er svona skrifborðsæfing gott tól til að greina áður óþekkt atriði sem þarf að laga og fara í gegnum ferlana með endanotendum.

Fjöldi hagaðila, bæði innri og ytri, koma að verkefni sem þessu og er mikilvægt að allir þessir aðilar komi saman til fara í gegnum starfsemina sem verður á flughlaðinu. Fulltrúar frá öryggisstjórnun, flugturni, stjórnstöð, framkvæmdadeild, flugvallarþjónustu, farþegaflutningum, hönnuðum, Airport Associates og Icelandair tóku þátt.

Prófanir eins og þessar eru hluti af ORAT ferlinu sem er áhrifaríkt ferli til að styðja við farsæla innleiðingu á nýjum mannvirkjum og innviðum flugvallarinns. Með skipulagningu á prófunum fyrir opnun nýrra innviða tryggjum við mannvirkið sjálft sé tilbúið og að fólk, ferlar, kerfi og mannvirkið virki saman.

Skrifborðsæfingin heppnaðist afar vel og skilaði mikilvægum upplýsingum sem munu gagnast okkur við undirbúning fyrir opnun flughlaðsins, en líka að opnun lokinni.

Hægt er að lesa nánar um austurálmuna hér.