Orat aðferðafræðin

ORAT (Operational Readiness, Activation & Transition) er aðferð til að tryggja að í framkvæmdum, á borð við þær sem hafnar eru á Keflavíkurflugvelli, sé allt tilbúið á fyrirfram ákveðnum tíma. Þetta á við um byggingar, margskonar kerfi og ferla - og auðvitað starfsfólk.

Frétt

Viðskiptavinir okkar á borð við flugfélög gera áætlanir sínar langt fram í tímann. Þess vegna er mikilvægt að tengja þau og aðra hagaðila við verkefnin þannig að allt verði tilbúið á tilsettum tíma.

Við ákváðum að innleiða ORAT í stækkunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli og vonumst við til að sú reynsla sem til verður geti nýst í framkvæmdum fleiri aðila í framtíðinni íslensku samfélagi til hagsbóta.