Veitingasvæðið Aðalstræti opnað á KEF
Hamborgarastaðurinn Yuzu, ítalski veitingastaðurinn La Trattoria og mexíkóski matstaðurinn Zócalo hafa opnað á Keflavíkurflugvelli á nýju veitingasvæði í brottfararsal flugstöðvarinnar. Veitingasvæðið er hluti af opnun austurálmunnar sem felur í sér nærri 30% stækkun flugstöðvarinnar.
Veitingasvæðið Aðalstræti er nú opið í brottfararsal Keflavíkurflugvallar (KEF). Alls eru þrír nýir veitingastaðir á veitingasvæðinu; hamborgarastaðurinn Yuzu, ítalski veitingastaðurinn La Trattoria og mexíkóski matstaðurinn Zócalo.
Með opnun þeirra hefur úrval veitinga á flugvellinum aukist enn frekar og ættu flest sem þangað sækja að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Veitingasvæðið er hluti af opnun austurálmunnar sem felur í sér nærri 30% stækkun flugstöðvarinnar.
Íslenska hönnunarstofan HAF Studio hannaði nýja veitingasvæðið í austurmálmu sem hefur fengið nafniðAðalstræti. Áhersla var lögð á að skapa heildrænt rými sem heldur vel um gesti og stemningu eins og gerist best í miðborg Reykjavíkur.
Einn vinsælasti hamborgarastaðurinn
Hamborgarastaðinn Yuzu þekkja margir en staðirnir eru nú orðnir sex talsins; fjórir á höfuðborgarsvæðinu, einn í Hveragerði og sá nýjasti á flugvellinum.
Á Yuzu í KEF geta gestir nælt sér í vinsælustu réttina sem Yuzu hefur að bjóða, auk þess sem boðið verður upp á morgunverð sem er sérstaklega útfærður fyrir flugvöllinn. Matseðill Yuzu er þróaður af stjörnukokkinum Hauki Má Haukssyni og byggist á góðu úrvali af alls kyns hamborgurum.
Ekta ítölsk stemning í KEF
Ekta ítölsk stemning La Trattoria býður fjölbreytt úrval af réttum sem innblásnir eru af matarmenningu um alla Ítalíu – og áherslan er á einfaldleika og gæði hráefnis. La Trattoria var fyrst opnaður í mathöllinni á Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda meðal matarunnenda.
Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson veitingamaður eiga heiðurinn af matseðlinum á La Trattoria.
Hollur og ferskur mexíkóskur matur
Hollur og ferskur mexíkóskur matur Zócalo býður upp á mexíkóskan mat sem kitlar bragðlaukana. Zócalo hefur íslenska tengingu en eigandi keðjunnar er Einar Örn Einarsson, sem var annar stofnenda Serrano hér á landi. Þetta er hins vegar fyrsti Zócalo staðurinn þeirra hér á landi. Á matseðli staðarins er meðal annars hágæða burritos, burritos skálar, quesadillas, taco, nachos og salöt.
Auk nýja veitingasvæðisins í austurmálmu er væntaleg stækkun komuverslun Fríhafnarinnar og síðar á árinu verður nýtt biðsvæði, nýjir landgangar og hlið tekin í notkun. Austurálman felur í sér nærri 30% stækkun flugstöðvarinnar og er hún lykilþáttur í framtíðarþróun flugvallarins.