Stækkunin opnuð gestum í október

Áætluð verklok við stækkun suðurbyggingar eru í lok septemermánaðar. Gert er ráð fyrir að svæðið verði opnað gestum flugvallarins í október.

Frétt

Áætluð verklok við stækkun suðurbyggingar eru í lok septemermánaðar. Að því loknu taka við loftgæðamæling og öryggisúttekt auk prófana á flugstæðum, hliðum og þeim ferlum sem farið er eftir þegar farþegar fara um borð eða frá borði flugvéla. Gert er ráð fyrir að svæðið verði opnað gestum flugvallarins í október.

Suðurbyggingin stendur sunnan við gömlu flugstöðina sem nú er gjarnan kölluð Norðurbyggingin. Byggingin var opnuð árið 2001 og stækkuð rúmum áratug síðar til að sinna auknum farþegafjölda og bæta upplifun farþega. Framkvæmdir nú hófust í janúar 2024 og fela í sér stækkun byggingarinnar um 1.900 fermetra.

Breytingunum fylgir stórbætt aðstaða fyrir farþega, til að mynda með stærra biðrými, nýjum brottfararhliðum auk þess sem veitinga- og verslunarrými stækkar.