Akbrautin Mike prófuð á korti

Frétt

Á dögunum fór fram Desktop trial eða „prófun á korti“ fyrir nýju akbrautina Mike sem opnuð verður í sumar.

Prófunin er mikilvægur þáttur í undirbúningi endanotenda til að taka akbrautina í rekstur. Þar sem framkvæmdinni er ekki lokið og heildstæð prófun með flugvélum er erfið í framkvæmd þá er svona prófun á korti gott tól til að bera kennsl á óþekkt atriði og fara í gegnum ferlin með endanotendum. Prófunin er gerð í öruggu umhverfi og gefur snemmbúna sýn á hverju þarf að skerpa á eða bæta í undirbúningi fyrir opnun og skerpir á hlutverkum og ábyrgð.

Það eru margir hagaðilar að verkefni sem þessu og tóku starfsmenn frá flugturninum, flugvallaþjónustunni, flugfélögum, öryggis og vinnuvernd, mannvirki og innviðum og eftirliti flugverndar meðal annars þátt í prófuninni.

Prófunin heppnaðist afar vel og skilar mikilvægu innleggi í undirbúning endanotenda bæði fyrir opnun akbrautarinnar en einnig atriðum sem þarf að huga að eftir opnun.

Prófunin heppnaðist afar vel og skilar mikilvægu innleggi í undirbúning endanotenda bæði fyrir opnun akbrautarinnar en einnig atriðum sem þarf að huga að eftir opnun.

Prófanir eins og þessar er hluti af ORAT ferlinu sem er áhrifaríkt ferli til að styðja við farsæla innleiðingu á nýjum mannvirkjum og innviðum flugvallarinns. Með skipulagningu á prófunum fyrir opnun nýrra innviða tryggjum við að ekki einungis mannvirkið sjálft, hvort sem það er bygging eða akbraut sé tilbúið heldur einnig að fólk, ferlar, kerfi og mannvirkið virki saman og séu raunverulega tilbúin.