Hönnunarvinnu miðar vel fram

Vinnu við hönnun á fyrsta áfanga tengibyggingar milli norður- og suðurbygginga flugstöðvarinnar miðar vel, en tengibyggingin er næsti stóri áfanginn í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.

Frétt

Vinnu við hönnun á fyrsta áfanga tengibyggingar milli norður- og suðurbygginga flugstöðvarinnar miðar vel, en tengibyggingin er næsti stóri áfanginn í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.

Þessi nýja bygging hefur verið kölluð hið nýja hjarta flugvallarins, en þegar hún er fullkláruð mun hún hýsa nýtt veitingasvæði, biðsvæði og rútuhlið.

Með nýju og björtu miðjurými skapast betri tenging milli norður- og suðurbygginga flugstöðvarinnar. Landgangurinn verður breikkaður, aðstaða komufarþega batnar með vegabréfaskoðun, nýrri fríhöfn og auknu þjónusturými. Einnig munu hlið við landgang verða uppfærð með stærra biðsvæði.

Lestu meira um verkefnið hér.