Einu skrefi nær verklokum
Framkvæmdum á innra byrði suðurbyggingar á svæði sem kennt er við Stæði 10, lýkur í byrjun október.

Framkvæmdum á innra byrði suðurbyggingar á svæði sem kennt er við Stæði 10, lýkur í byrjun október. Að því loknu tekur við tímabil aðlögunar og þjálfunar starfsfólks áður en svæðið verður opnað gestum flugvallarins.
Suðurbyggingin stendur sunnan við gömlu flugstöðina sem nú er gjarnan kölluð Norðurbyggingin. Byggingin var opnuð árið 2001 og stækkuð rúmum áratug síðar til að sinna auknum farþegafjölda og bæta upplifun farþega. Framkvæmdir nú hófust í janúar 2024 og fela í sér stækkun byggingarinnar um 1.900 fermetra.
Breytingunum fylgir stórbætt aðstaða fyrir farþega, til að mynda með stærra biðrými, nýjum brottfararhliðum auk þess sem veitinga- og verslunarrými stækkar.
Hægt er að lesa meira um verkefnið hér.